Skilmálar
Allt efni sem birt er á heimasíðunni snjallnam.is og allt efni sem keyt er í gegnum snjallnam.is er höfundarvarið efni. Við kaup samþykkir viðkomandi eftirfarandi skilmála:
Höfundarréttur og eignarhald
Allur réttur er áskilinn snjallnam.is.
Það er með öllu óheimilt er að breyta, afrita, dreifa eða selja efnið.
Afritun og fjölföldun
Efnið er einungis ætlað þeim sem kaupir það.
Óheimilt er að fjölfalda og/eða áframsenda efnið.
Óheimilt er að fjölfalda, áframsenda eða prenta efnið í atvinnuskyni eða til endursölu.
Dreifing og aðgangur
Efnið er sent rafrænt til viðskiptavinar nema að annað komi fram eða ef um annað er samið.
Efnið er ekki ætlað til almennrar kennslu og því má ekki dreifa því innan skóla eða stofnanna.
Aðgangur að efni er persónulegur og má ekki lána eða selja áfram.
Verð á vörum
Verð er birt með fyrirvara um prentvillur og áskilur snjallnam.is sér rétt til að ljúka ekki viðskiptunum ef rangt verð hefur verið gefið upp. Í slíkum tilvikum eru viðskiptavinir látnir vita.
Skilafrestur og endurgreiðsla
Ekki er hægt að skila vörum eftir að þær hafa verið afhentar.
Hægt er að segja upp áskrift hvenær sem er og tekur það gildi næstu mánaðamót. Ef áskrift er sagt upp 1. dags mánaðar tekur uppsögnin gildi um næstu mánaðamót.
Brot á skilmálum
Brot á skilmálum geta varðað háar sektir.
Í alvarlegum tilfellum áskilur snjallnam.is sér rétt til að leita lagalegra úrræða.
Varnarþing
Þessi samningur er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Skilmálar þessir gilda frá 13. september 2025