Um Snjallnám.is

Snjallnám.is

Sem fjögurra barna móðir hef ég sjálf upplifað hversu mikið skólakerfið hefur breyst á síðustu 15 árum – einkunnagjöf er óskýr, heimanámið er nánast bara lestur og það hefur reynst mér erfitt að fá að sjá próf eða verkefni sem börnin gera í skólanum. Þetta hefur valdið því að mér finnst ég hafa misst yfirsýn á námsárangur yngri barnanna minna sem er óþægileg tilfinning. Ég vil geta gripið inn í ef barnið mitt er að dragast aftur úr, áður en það er orðið og seint. 

Þess vegna stofnaði ég Snjallnam.is – vikulegt námsefni, byggt á hæfniviðmiðum í aðalnámskrá Mennta- og barnamálaráðuneytisins, uppsett eftir bekkjum sem er sett fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. 

Varan

Með því að skrá barnið þitt í áskrift færð þú sent námshefti 1x í mánuði fyrir mánuðinn. Heftin eru 4-5 eftir vikum og hvert hefti eru um 5-8 blaðsíður. Í hverju hefti sérstakur fókus á íslensku og stærðfræði en svo er mismunandi eftir bekkjum og vikum hvert þriðja fagið er (t.d. lífsleikni, náttúrufræði, samfélagsfræði, landafræði...).

Um mig

Ég heiti Hildur Hjartardóttir og er 4 barna móðir og stuðningsforeldri - þaðan kemur reynslan. :)  

Ég er líka með B.sc gráðu frá Háskólanum í Reykjavík í viðskiptafræði (áhersla á fjármál og hagfræði) og M.Sc gráðu frá Háskóla Íslands í Markaðsfræðum- og alþjóðaviðskiptum (áhersla á nýsköpun). Þar að auki er ég með diplóma í straumlínustjórnun (e. Lean) og hef lokið námi í markþjálfun.

Ég er s.s. ekki kennari en hef alltaf verið góður námsmaður og með metnað til að gera betur og aðstoða þar sem ég get. Því vona ég að snjallnam.is nýtist fleirum en mér - umræðan í þjóðfélaginu hljómar a.m.k. eins og ég sé ekki ein með þessar áhyggjur! 

Saman í þessu

Ég tók eftir því í fyrr að dóttir mín sem er 8 ára er með sömu námsbækur og ég var með þegar ég var lítil. Ég er því að gera ráð fyrir að byggja ofan á allt námsefni með tíð og tíma. Ég er því mjög opin fyrir ábendingum um nýtt efni eða það sem betur má fara.

Ég er mannleg og því er mjög líklegt að það séu einhverjar villur í námsefninu. Mér þætti vænt um ef þið mynduð senda mér skilaboð ef þið rekist á villur eða eitthvað sem betur má fara -> snjallnam@gmail.com